Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu

Íþróttamaður USVS 2021

Á 52. Sambandsþingi USVS var Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir valin Íþróttamaður USVS 2021.  Sigríður Ingibjörg hefur átt gott ár. Hún varð Íslandsmeistari í 100 m skeiði ungmenna og í 2. sæti í 150 m skeiði ungmenna með Hryssuna Ylfu frá Miðengi Sigríður Ingibjörg er fyrsti Sindrafélaginn til að verða Íslandsmeistari í sögu félagsins. Sigíður var tilnefnd sem efnilegasti knapi ársins hjá Landsambandi Hestamanna og var í 24 knapa úrtaki inn í Landsliðið en komst ekki inn að sinni. Egill Atlason Waagfjörð frá Ungmennafélaginu Kötlu og Svanhildur Guðbrandsdóttir frá Hestamannafélaginu Kópi voru einnig tilnefnd sem íþróttamaður ársins 2021  ...

Eyjólfur Lárus er efnilegasti íþróttamaður USVS 2021

Á Sambandsþingi USVS voru veitt verðlaun fyrir efnilegasta íþróttamanns USVS. Tveir drengir frá Ungmennafélaginu Kötlu voru tilnefndar, Bjarni Steinn Vigfússon og Eyjólfur Lárus Guðbjörnsson . Eyjólfur var valinn efnilegasti íþróttamaður ársins 2021. Eyjólfur Lárus tók þátt í Meistaramótum Íslands 11-14 ára innan og utanhúss á árinu með mjög góðum árangri. Þar varð hann meðal annars í 2. sæti í kúluvarpi 14 ára pilta bæði á innan og utanhússmótinu og á hann annað lengsta kastið í kúluvarpi 2021 á Íslandi í hans aldursflokki. Hann bætt sig í flestum greinum sem hann tók þátt í á árinu og árangur hans er á topp 10 lista yfir landið í 6 greinum af þeim 9 sem hann keppti í á árinu. Þá setti hann 3 héraðsmet: Utanhúss: Kúluvarp, Mí 11-14 ára, 10,38m Innanhúss: 600m hlaup, Mí 11-14 ára 1:48,22 Kúluvarp, Mí 11-14 ára, 9,56m Eyjólfur Lárus er virkur og áhugasamur íþróttamaður og stundaði einnig knattspyrnu og körfuknattleik á árinu og mætir vel á æfingar, hann er jákvæður og góður...

Sigmar Helgason sæmdur Gullmerki UMFÍ

Sambandsþing USVS var haldið á Hótel Laka 29. mars 2022. Þingið tókst vel og mættu 27 þingfultrúar af 30. Góðir gestir, þau Ragnheiður Högnadóttir frá UMFÍ og Andri Stefánsson frá ÍSÍ, komu á þingið og ávörpuðu fundarmenn.   Ragnheiður heiðraðir nokkra sjálfboðaliða USVS. Starfsmerki UMFÍ fengu Kristín Lárusdóttir, Fanney Ólöf Lárusdóttir og Eva Dögg Þorsteinsdóttir. Þessar konur eru vel af starfsmerkinu komnar enda hafa þær allar verið leiðandi íþróttastarfi í Vestur-Skaftafellssýslu síðustu ár. Gullmerki UMFÍ fékk Sigmar Helgason fyrir  óþrjótandi áhuga og vinnu fyrir íþróttastarfi.   Engar breytingar urðu á stjórn sambandsins. Formaður USVS er áfram Fanney Ásgeirsdóttir aðrir í stjórn eru: Sif Hauksdóttir, Sigmar Helgason, Árni Jóhannsson og Ragnar S. Þorsteinsson. Stjórn mun svo skipta með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi. Varastjórn skipa þær Fanney Ólöf Lárusdóttir, Sabina Victoria Reinholdsdóttir og Kristín Ásgeirsdóttir.   Við  göngum inn í nýtt starfsár, bjartsýn á framtíðina og fullviss um að framundan sé skemmtilegt sumar, fullt af íþróttamótum, samverustundum og alls konar sameiginlegri gleði....